Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

642. fundur 10. ágúst 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Björn Jóhannsson
Dagskrá

1.Sniðgata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017040164Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2017 þar sem Aðalsteinn V. Júlíusson fyrir hönd Heiðrúnar Jónsdóttur sækir um breytingar af húsi nr. 1 við Sniðgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein V. Júlíusson. Innkomnar nýjar teikningar 4. ágúst 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 26 - byggingaleyfi fyrir fjölbýlishúsum

Málsnúmer 2017080010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. ágúst 2017 þar sem Kári Arnór Kárason fyrir hönd H-26 ehf. óskar eftir heimild til að hefja jarðvegsskipti fyrir þrjú fjölbýlishús á lóð nr. 26 við Hafnarstræti, skv. innsendum aðalteikningum og undirstöðum húsanna.
Byggingarfulltrúi frestar erindi þar sem tilskilin gögn hafa ekki borist.

3.Ráðhústorg 3 - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017080011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. ágúst 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Natten ehf. sækir um breytingar innanhúss á 1. hæð húss nr. 3 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Eyrarlandstún SAk B og C-álma - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2014060216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri sækir um leyfi til að innrétta rými fyrir Apótek SAk í þakbyggingu á C-álmu ásamt stækkun hæðarinnar með millibyggingu að þakhæð B-álmu húss SAk á Eyrarlandstúni. Jafnframt er sótt um að rífa loftræsiklefa á þakhæð B-álmu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Strandgata 29 - byggingaleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2017080009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum innandyra í Strandgötu 29. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar erindi með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Drottningarbraut - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2017020173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2017 þar sem Valur Indriði Örnólfsson fyrir hönd N1 hf. sækir um leyfi til að rífa skála sem er í stæði væntanlegrar viðbygginga við núverandi þjónustustöð við Drottningarbraut.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

7.Hjallalundur 2-12 - umsókn um innkeyrslu á bílaplan

Málsnúmer 2017070056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Birgir Birgisson fyrir hönd íbúa Hjallalundar 2-12 sækir um að útbúin verði innkeyrsla á móti íbúð 2 við Hjallalund 2-12. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu vegna umferðaröryggissjónarmiða. Breytingin snertir auk þess fleiri byggingar á sameiginlegri lóð.

8.Hlíðargata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050166Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2017 þar sem Finnur Víkingsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Hlíðargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Hallgrímsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. júlí og 10. ágúst 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Halldóruhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017070007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Hrafns Jónassonar sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 2. ágúst 2017. Jafnframt er óskað eftir graftrarleyfi fyrir húsinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og leyfi til að grafa fyrir húsinu er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:00.