Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

634. fundur 09. júní 2017 kl. 14:00 - 15:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Davíðshagi 8 - umsókn um framlengingu á byggingarfresti

Málsnúmer 2015060048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Jóhann Þórðarson fyrir hönd Trétaks ehf. sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 8 við Davíðshaga. Sótt er um frest til 1. september 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hörpulundur 10 - umsókn um leyfi fyrir breytingum inni

Málsnúmer 2017040004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. mars 2017 þar sem Ögmundur Snorrason sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á parhúsinu nr. 10 við Hörpulund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 31. maí 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Laufásgata 8 - umsókn um stöðuleyfi, bátasmiðjan

Málsnúmer 2016050032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2017 þar sem Samúel Björnsson sækir um framlengingu á stöðuleyfi til eins árs fyrir Bátasmiðjuna sem stendur á horni Laufásgötu og Gránufélagsgötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til 1. júní 2018 með fyrirvara um að lóðinni verði ekki úthlutað á því tímabili.

4.Strandgata 53 - umsókn um leyfi fyrir skjólveggjum

Málsnúmer 2017040011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2017 þar sem Aðalsteinn Bergdal fyrir hönd Arctic ehf. óskar eftir að bílastæði fyrir utan hús nr. 53 við Strandgötu verði merkt Norðurslóð. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir skilti við gönguleiðina frá bryggjunni. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi getur ekki orðið við umsókn um skilti með vísan til samþykktar um skilti í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Varðandi merkingu á bílastæðum þá er húsum eða starfsemi ekki merkt ákveðin stæði utan lóðar. Bent er á nálæg opin bílastæði í umsjón Akureyrarbæjar.

5.Undirhlíð 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á aðalanddyri 1. hæðar

Málsnúmer 2017050193Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á aðalanddyri 1. hæðar húss nr. 1 við Undirhlíð. Stækkunin er til austurs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Hvannavellir 14 - umsókn um breytingar á suðurhluta fyrir starfsemi bílaleigu

Málsnúmer 2017050201Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd ALP ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á suðurhluta húss nr. 14 við Hvannavelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Einnig innkomin skýrsla brunahönnunar heildarhúss gerð af Sigurði Bjarna Gíslasyni og Davíð Arnari Baldurssyni ásamt uppfærðum grunnmyndum efri hæða eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2017 þar sem Guðmundur Þ. Gunnarsson fyrir hönd Pizza Pizza ehf. sækir um nætursöluleyfi í vagni við Ráðhústorg dagana 15. júní 2017 til 18. júní 2017. Vagninn verður lokaður þann 17. júní 2017. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirfarandi skilyrði:

Vagninn má standa til kl. 04:00 aðfararnótt 17. júní en þá þarf að fjarlægja hann vegna 17. júní hátíðarhalda í miðbæ. Vagninn má staðsetja aftur á sama stað kl. 22:00 þann 18. júní, sjá nánar gr. C í "Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu" sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. maí 2015.

Greitt skal leyfisgjald með vísun í gr. C í ofangreindri samþykkt.

8.Hjallalundur 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2017 þar sem Bjarni Freyr Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu út frá stofu húss nr. 2 við Hjallalund. Samkvæmt upprunalegu teikningum er þessi skáli/viðbygging til staðar en var ekki byggður. Stækkunin sem nú er sótt um skal vera eins og á upprunalegu teikningunum. Meðfylgjandi er mynd og teikning.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir breytingunni með nauðsynlegum gögnum.

9.Matthíasarhagi 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd ÁK smíði ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Oddeyrargata 36 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum innanhúss

Málsnúmer 2017050206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hilmars Gunnarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum innandyra í húsi nr. 36 við Oddeyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 15:10.