Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

630. fundur 11. maí 2017 kl. 13:30 - 14:50 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Holtaland 1 Hálönd - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2016090009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2017 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um að virkja byggingaráform fyrir frístundahúsi á lóð nr. 1 við Holtaland, sem samþykkt voru 24. nóvember 2016.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Holtaland 3 Hálönd - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2016090011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2017 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um að virkja byggingaráform fyrir frístundahúsi á lóð nr. 3 við Holtaland, sem samþykkt voru 24. nóvember 2016.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Viðjulundur 2b - umsókn um skilti

Málsnúmer 2017050020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Kristján Skarphéðinsson fyrir hönd Viðars ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir skilti á lóð nr. 2b við Viðjulund. Meðfylgjandi er mynd og samþykki meðeiganda Viðjulunds 2b.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem umbeðin staðsetning er ekki heimil með vísan í "Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar".

4.Helgastaðaland í Grímsey - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2017050021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Bjarni Gylfason fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Sæþórs sækir um að hús í Helgastaðalandi í Grímsey, áður slysavarnarhús, verði rifið þar sem hætta stafar af því. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

5.Glerárgata 5 - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2017050050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Norðureigna ehf. sækir um leyfi til að rífa tvö gömul timburhús sem standa á lóð sem áður var talin til Glerárgötu 5 en hefur nú verið sameinuð Glerárgötu 7. Húsin standa við suðurhlið Sjallans. Meðfylgjandi er samþykki Minjastofnunar.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

Vísað er til tilmæla Minjastofnunar Íslands í umsögn þeirra varðandi endurnýtingu grindarviða og tilkynna skal til Minjasafnsins á Akureyri þegar niðurrif hefst.

6.Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2017 þar sem Khattab Al Mohammad sækir um að hafa stærri vagn við Hafnarstræti en búið er að samþykkja stöðuleyfi fyrir. Búið er að sækja um og fá samþykktan vagn að stærð 260 cm á breidd, 260 cm á hæð og 4 m á lengd. Sótt er nú um að lengja vagninn um 2 m, hann sé þá 6 m á lengd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Nánari staðsetning skal vera í samráði við skipulagssvið.

7.Þórunnarstræti 99 - stækkun á svölum og heitur pottur

Málsnúmer 2017050013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar sækir um leyfi til að stækka svalir og setja upp heitan pott við hús nr. 99 við Þórunnarstræti.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði. Jafnframt mun byggingarfulltrúi óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.

8.Brekkugata 13 - umsókn um byggingarleyfi til að breyta vinnustofu í íbúð

Málsnúmer 2017050036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Anna Hauksdóttir fyrir hönd Hafliða Guðlaugssonar sækir um leyfi til að breyta vinnustofu á jarðhæð húss nr. 13 við Brekkugötu í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem rýmið uppfyllir ekki ákvæði byggingareglugerðar um lofthæð í íbúðaherbergjum.

9.Daggarlundur 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050061Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2017 þar sem Ragnar Hauksson og Ólöf Ásta Salmannsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 2 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Frostagata 6a - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2017040119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vélsmiðju Steindórs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús nr. 6a við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 8. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Hamarstígur 30 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Sæmundur Óskarsson fyrir hönd Svartra fata ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun og endurgerð þaks á húsi nr. 30 við Hamarstíg og breytingum innanhúss á 2. hæð. Klæða á húsið að utan, einangra, skipta um glugga og útihurðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sæmund Óskarsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

12.Hringteigur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017040145Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ríkiseigna sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 2 við Hringteig. Breytingar eru fyrirhugaðar á málmsmíðadeild, innrétta skal búningsaðstöðu fyrir kvk. nemendur og starfsfólk eldhúss og nemendaaðstaða innréttuð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin ný teikning 10. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

13.Sjávargata 4, mhl. 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir aðstöðubyggingu á lóð nr. 4 við Sjávargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

14.Þórunnarstræti 126 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýli

Málsnúmer 2016080016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd GB Bygg ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Þórunnarstræti 126. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:50.