Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

622. fundur 02. mars 2017 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Margrétarhagi 1 - skil á lóð

Málsnúmer 2016100082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. mars 2017 þar sem Sigurgeir Svavarsson fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. skilar lóðinni nr. 1 við Margrétarhaga sem fyrirtækinu var úthlutað 13. október 2016.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Lækjargata 3 - breytingar á áður samþykktum teikningum

Málsnúmer BN050088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2017 þar sem Karl Hjartarson sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af bílgeymslu fyrir Lækjargötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Lækjargata 3 - breytingar á áður samþykktum teikningum

Málsnúmer BN020465Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2017 þar sem Karl Hjartarson sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Lækjargötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Sjávargata 4, mhl. 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir aðstöðubyggingu á lóð nr. 4 við Sjávargötu, fyrir ýmis tæknirými, þ.m.t. spennistöð Norðurorku. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hjallalundur 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Kristjáns Elíasar Jónassonar og Ólafar Matthíasdóttur sækir um leyfi fyrir breytingum á húsi nr. 16 við Hjallalund. Sótt er um leyfi til að koma fyrir timburstiga upp á milliloft í núverandi geymslu. Ný geymsla útbúin á milliloftinu og nýjum glugga komið þar fyrir á norðurhlið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð í Hafnarstræti 99-101. Breytingar verða á rýmum 223-3630 og 223-3629 fyrir hostel. Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Óseyri 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2017020126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.

Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.