Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

619. fundur 09. febrúar 2017 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kristjánshagi 1a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 1a við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 31. janúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

2.Kristjánshagi 1b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 1b við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 31. janúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Kotárgerði 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Guðrún Dóra Clarke og Sveinn Ríkharður Jóelsson sækja um byggingarleyfi fyrir sólskála við Kotárgerði 5. Innkomnar teikningar 21. nóvember 2016 eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Eyrarvegur 27a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2016 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Birgittu Elínar Halldórsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingar við hús nr. 27a við Eyrarveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 15. janúar og 6. febrúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

5.Lækjargata 3 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN020465Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2017 þar sem Karl Hjartarson skilar inn leiðréttum teikningum vegna lokaúttektar á Lækjargötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson dagsettar 31. janúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Lækjargata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer BN050088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2017 þar sem Karl Hjartarson skilar inn leiðréttum teikningum vegna lokaúttektar á bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Lækjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson dagsettar 31. janúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Goðanes 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði

Málsnúmer 2015080060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Goðaness ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á rýmum og milligólfi í húsi nr. 16 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikning eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 2. febrúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Gleráreyrar 1, bil 23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2017 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd Modus hárstofu ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri starfsemi í verslunarbili 23 að Gleráreyrum 1. Meðfylgjandir eru teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

9.Ægisnes 3 - umsókn um byggingarleyfi, starfsmannahús, mhl. 02

Málsnúmer 2017010270Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. janúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf. sækir um byggingaleyfi fyrir starfsmannahúsi (mhl. 02) á lóð nr. 3 við Ægisnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 7. febrúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Strandgata 31 - fyrirspurn um stiga

Málsnúmer 2017020010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að setja stiga vestan á vesturgafl Strandgötu 31 m.a. vegna flóttaleiða af 2. hæð. Meðfylgjandi er teikning.
Staðgengill byggingarfulltrúa tekur jákvætt i erindið eins og það liggur fyrir.

11.Matthíasarhagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2017 þar sem Ingólfur Árni Björnsson og Bryndís Lind Bryngeirsdóttir sækja um lóð nr. 5 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

12.Kaupvangsstræti 16 - umsókn um breytta notkun á 1. hæð

Málsnúmer 2016090151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2016 þar sem Rögnvaldur Kristinn Sigurðsson fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um að breyta 1. hæð Kaupvangsstrætis 16 í gistiskála samkvæmt teikningum eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 9. febrúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið með fyrirvara um að fyrir liggi jákvæð umsögn Minjastofnunar um umbeðnar breytingar áður en byggingarleyfi verður gefið út.

Fundi slitið - kl. 14:30.