Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

617. fundur 26. janúar 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. desember 2016 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd 5 jarða ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir árið 2017 fyrir pylsuvagn við Sundlaug Akureyrar. Meðfylgjandi er samþykki frá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

2.Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. desember 2016 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd 5 jarða ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir árið 2017 fyrir matsöluvagn á Ráðhústorgi.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

3.Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Khattab Al Mohammad sækir um stöðuleyfi við Hafnarstræti fyrir matarsöluvagn. Stærðin er 260sm á breidd, 260sm á hæð og 4m á lengd. Sótt eru um leyfi frá 1. mars 2017. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Ekki er hægt að veita leyfið á umbeðnum stað en hins vegar á svæðinu fyrir neðan brekkuna, sunnan við núverandi pylsuvagn.

4.Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. desember 2016 þar sem Thomas Piotr ehf. sækir um langtímaleyfi fyrir söluvagn við Hafnarstræti fyrir pylsur, kjötsúpu, gos og sælgæti. Fallið er frá fyrri umsókn um vagn til vöfflusölu.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

5.Daggarlundur 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017010333Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2017 þar sem Þórir Rafn Hólmgeirsson sækir um lóð nr. 1 við Daggarlund og til vara lóð nr. 3. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

6.Daggarlundur 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017010318Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Heiðar Th. Heiðarsson fyrir hönd HeiðGuðbyggir ehf. sækir um lóð nr. 1 við Daggarlund. Til vara lóð nr. 2 við Daggarlund. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Lóðinni hefur verið úthlutuð einstaklingi þar sem þeir njóta forgangs við úthlutun á einbýlis-, par- og tvíbýlishúsalóðum samkvæmt gr. 3.1.1 í reglum um lóðaveitingar. Byggingarfulltrúi getur því ekki orðið við umsókninni.

7.Nonnahagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017010287Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. janúar 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson og Guðrún Sigurðardóttir sækja um lóð nr. 5 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

8.Óseyri 1 - umsókn um leyfi fyrir breytingum inni

Málsnúmer 2013100195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2015 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Reita I ehf. sækir um leyfi fyrir iðnaðarhurð á vesturhlið húss nr. 1 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 30. desember 2016.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Skíðarútan - beiðni um skilti

Málsnúmer 2016010137Vakta málsnúmer

Innkominn tölvupóstur 18. janúar 2016 þar sem Jón Þór Benediktsson framkvæmdastjóri skíðarútunnar sækir um að setja upp lítil skilti á stoppustöðum/viðkomustöðum hennar sem eru strætóstopp á nokkrum stöðum í bænum. Um er að ræða snyrtileg galvanskilti með plexigler yfir, ca A4 að stærð, sem verða fjarlægð þegar skíðarútan hættir að ganga í vor.

Erindinu var frestað á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 21. janúar 2016. Í tölvupósti 26. janúar 2016 berast upplýsingar sem óskað var eftir. Í tölvupósti 6. janúar 2017 er ítrekað að málið verði afgreitt.
Byggingarfulltrúi samþykkir uppsetningu skilta á stoppustöðvum strætisvagna en umsækjandi skal afla samþykkis lóðarhafa þar sem stoppað er innan lóða.

10.Munkaþverárstræti 36 - uppkaup lóðar

Málsnúmer 2015100025Vakta málsnúmer

Samkvæmt deiliskipulagi fyrir neðri hluta Norður-Brekku sem samþykkt var 28. janúar 2015 er lóðin nr. 36 við Munkaþverárstræti skilgreind sem parhúsalóð.

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. október 2015 að lóðarhöfum verði gefinn kostur á að framkvæma í samræmi við deiliskipulagið með þeim tímafresti sem skipulagsdeild veitir, en ella að bærinn leysi til sín lóðina.

Með útsendu bréfi 10. nóvember 2015, sem skipulagsstjóri skrifaði, var lóðarhöfum gefinn kostur á að segja álit sitt með tímamörk, en embættinu bárust engin svör við þessari beiðni.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er Ágúst Leifsson skráður lóðarhafi.
Við úthlutun lóða hjá Akureyrarbæ fá allir lóðarhafar sama frest, átta mánuði til að leggja inn teikningar og níu mánuði til að hefja framkvæmdir.

Byggingarfulltrúi gefur því lóðarhafa framkvæmdafrest til 1. október 2017. Hafi framkvæmdir ekki hafist fyrir þann tíma fellur lóðin til bæjarins án frekari tilkynninga.

11.Hvannavellir 14 - umsókn um breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2016120180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2016 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd A. Vatnsdal ehf. sækir um byggingaleyfi fyrir breytingum á Hvannavöllum 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Innkomið samþykki eigenda hússins 24. janúar og nýjar teikningar 25. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðnar breytingar fyrir bakarí í norðurhluta 1. hæðar en gefur frest til 1. mars 2017 til að skila inn endurskoðaðri brunahönnun hússins og umsókn um breytingar á suðurhluta 1. hæðar.

Fundi slitið - kl. 14:00.