Frá bæjarstjóra

Nýr menningarsamningur undirritaður. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásthild…

Skýrsla bæjarstjóra 5/5-18/5/2021

Miðvikudaginn 5. maí sat ég ársfund Lífeyrissjóðsins Stapa og fimmtudaginn 6. maí átti ég ánægjulega stund með starfsfólki á samfélagssviði þar sem við kvöddum hana Beggu okkar, Bergljótu Jónasdóttur forstöðumann tómstundamála eftir 27 ára gæfuríkt starf hjá sveitarfélaginu.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 5/5-18/5/2021
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Hilda Jana Gísladótti…

Skýrsla bæjarstjóra 21/4-4/5/2021

Málþing um Norðurslóðastarf með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, var haldið í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 21. apríl. Þar voru rædd tækifæri Akureyrar í Norðurslóðastarfi og lögð áhersla á mikilvægi bæjarins sem miðstöðvar Norðurslóðastarfs á Íslandi. Vegna fjarlægðar- og fjöldatakmarkana gátu fáir verið í salnum en fundurinn var sendur út beint á netinu og þar fylgdust vel á annað hundrað manns með framsöguerindum og umræðum.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 21/4-4/5/2021
Mynd: Öldrunarheimili Akureyrar.

Skýrsla bæjarstjóra 17/3-20/4/2021

Það hefur helst borið til tíðinda, frá því bæjarstjórn kom saman síðast, að Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. um að taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar og hefur samningur þess efnis verið staðfestur af heilbrigðisráðherra. Við hittum forsvarsmenn Heilsuverndar á fundi í gær og það leynir sér ekki að þar er á ferðinni öflugt fagfólk sem hefur metnað til að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á Öldrunarheimilum Akureyrar.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 17/3-20/4/2021
Ásthildur flytur ávarp á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akurey…

Skýrsla bæjarstjóra 3/3-16/3/2021

Vikulegir fundir okkar með fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands halda áfram og verður að segjast sem er að ég hef talsverðar áhyggjur af því hversu hægt allt ferlið við yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimilanna til ríkisins gengur. Nú eru aðeins sex vikur til stefnu en við eigum sannast sagna ennþá óralangt í land. Það stendur þó ekki á okkur hjá Akureyrarbæ því við leggjum ofurkapp á að tilreiða öll þau gögn sem beðið er um eins skjótt og verða má og greiða með öllum tiltækum ráðum fyrir þessu ferli. Aldrei skal verða hægt að halda því fram að við tefjum framgang þess með nokkrum hætti.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 3/3-16/3/2021
Sunnudaginn 21. febrúar heimsótti bæjarstjórinn Álfheiði Jónsdóttur og færði henni blómvönd frá bæja…

Skýrsla bæjarstjóra 17/2-2/3/2021

Það er vor í lofti og brúnin léttist á mannfólkinu um leið og virðist rofa til í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Að venju hefur ýmislegt borið til tíðinda í starfi mínu síðustu dægrin.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 17/2-2/3/2021
Nýr samstarfssamningur við Fjölsmiðjuna var undirritaður 12. febrúar. Á myndinni eru Ásthildur Sturl…

Skýrsla bæjarstjóra 3/2-16/2/2021

Í byrjun mánaðarins áttum við kynningarfund með fulltrúum fyrirtækis sem þróað hefur stofnframlagsverkefni til íbúðabygginga meðal annars á Bíldudal, Sauðárkróki og Seyðisfirði sem var áhugavert.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 3/2-16/2/2021
Ásthildur með Helgu St. Jónsdóttur sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á Dalbæ á Dalvík.

Skýrsla bæjarstjóra 20/1-2/2/2021

Síðustu vikur hef ég átt samtal við alla sviðsstjóra bæjarins - maður á mann - þar sem við höfum farið yfir fjárhagsáætlunarferlið og rætt um næstu skref. Mjög mikilvægt er að við séum öll samstíga í starfi okkar næstu mánuði og misseri þar sem við erum óneitanlega í þröngri stöðu vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 20/1-2/2/2021
Æskulýðs- og íþróttafrömuðurinn Hermann Sigtryggsson varð 90 ára 15. janúar og hlaut af því tilefni …

Skýrsla bæjarstjóra 16/12/2020-19/1/2021

Stærstu málin á dagskrá minni síðustu vikurnar hafa verið annars vegar menningarsamningurinn við ríkisvaldið, þar sem sér vonandi bráðum til lands, og hins vegar viðræður við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið um yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Í síðustu viku sendi ég formlegt bréf til SÍ og ráðuneytisins þar sem farið er fram á að lögð verði fram tímasett áætlun um næstu skref í þessari vinnu þannig að allir lausir endar verði hnýttir áður en til yfirfærslunnar kemur 30. apríl næstkomandi. Við megum engan tíma missa í þessari flóknu og afar mikilvægu vinnu sem verður senn að ljúka.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 16/12/2020-19/1/2021
Akureyri í jólabúningi.

Skýrsla bæjarstjóra 2/12-15/12/2020

Mál málanna síðustu vikurnar hefur verið fyrirhuguð yfirfærsla á rekstri Öldrunarheimilanna frá Akureyrarbæ til ríkisins. Þegar samningum var sagt upp síðasta vor, var lagt upp með að þetta gengi greiðlega fyrir sig og myndi klárast fyrir áramót - en raunin hefur orðið önnur. Það er alveg ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að reka hjúkrunarheimili enda er það lögbundið hlutverk ríkisins. Hins vegar höfum við nú, að ósk heilbrigðisráðherra og Sjúkratrygginga, fallist á að annast rekstur ÖA út apríl 2021 en með breyttum áherslum og sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Þannig mun Sjúkratryggingum Íslands gefast ráðrúm til að hnýta lausa enda sín megin frá og vonandi ljúka þessu máli loks með farsælum hætti.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 2/12-15/12/2020
Ljósin tendruð á jólatrénu. Ásthildur og Adam Grønholm frá danska sendiráðinu í Reykjavík, ásamt dön…

Skýrsla bæjarstjóra 18/11-1/12/2020

Til hamingju með fullveldisdaginn.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 18/11-1/12/2020
Ásthildur flytur erindi á alþjóðlegri netráðstefnu um samstarf ríkja á Norðurslóðum.

Skýrsla bæjarstjóra 4/11-17/11/2020

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir, nálægðarmörk og aðrar sóttvarnaaðgerðir vegna Covid-19 þá halda hjól atvinnulífsins til allrar hamingju áfram að snúast og síðustu vikurnar hef ég átt fjölda fjarfunda með einstaklingum og fulltrúum fyrirtækja um stöðu mála. Þar ber ýmislegt á góma, meðal annars sú þjónusta sem sveitarfélagið veitir, skipulagsmál, lóðamál og framtíð rekstrar fyrirtækja í bænum. Þótt staðan sé snúinn þá skynja ég samt að fólk er engan veginn á því að leggja árar í bát og samtal mitt við þetta fólk er yfirleitt á jákvæðu og uppbyggilegu nótunum.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 4/11-17/11/2020