Miðflokkur
hlynurjo@akureyri.is
Hlynur Jóhannsson er fæddur 30. jan 1968 í Reykjavík. Útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund 1988. Hann er menntaður íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Vann við sölu og markaðsstörf í mörg ár og er í dag stöðvarstjóri yfir Bílaleigunni Hertz hér á Akureyri.
Hlynur flutti norður til Akureyrar árið 1998 og býr nú í Giljahverfi ásamt konu sinni Karen Ingimarsdóttur og þremur börnum.
Hlynur hefur þjálfað bæði handknattleik og knattspyrnu hjá hinum ýmsu íþróttafélögum og verið framkvæmdastjóri hjá Akureyri handboltafélagi til margra ára. Einnig var hann með íþróttaskóla barnanna í sex ár.
Nefndir, ráð og stjórnir 2018-2022
- Bæjarstjórn
- Skrifari bæjarstjórnar 2018-2019, 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022
- Bæjarráð – áheyrnarfulltrúi 2018-2019, 2019-2020 og júní-nóvember 2020, aðalfulltrúi frá 1. desember 2020
- Umhverfis- og mannvirkjaráð – varafulltrúi til 26.06. 2018
- Fræðsluráð – varafulltrúi 26.06. 2018 til 19.10. 2021, aðalfulltrúi 19.10. 2021 til ársloka 2021
- Eyþing, samtök sv.fél. í Eyjaf. og Þing. – varafulltrúi á aðalfundum til ársloka 2019
- Norðurorka hf. - fulltrúi í stjórn frá 2019, formaður frá september 2021
- Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - aðalfulltrúi á ársþingum frá 2. júní 2020