Samfylkingin
hildajana@akureyri.is
Hilda Jana Gísladóttir er fædd 17. ágúst 1976. Hún varð stúdent frá VMA árið 1997 og útskrifaðist með B.ed gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 2003 og með diplómu í fjölmiðla- og boðskiptafræði frá sama skóla árið 2021. Hún hefur lengst af starfað sem fjölmiðlakona á Akureyri, var fréttamaður á Aksjón, Stöð 2 og RÚV og síðar dagskrárstjóri og framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4.
Hún er 1. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, er formaður stjórnar sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar og situr í stjórn flokksins, framkvæmdastjórn og flokksstjórn.
Hilda Jana er gift Ingvari Má Gíslasyni og eiga þau þrjár dætur, Hrafnhildi Láru, Ísabellu Sól og Sigurbjörgu Brynju
Nefndir, ráð og stjórnir 2018-2022
- Bæjarstjórn
- 1. varaforseti bæjarstjórnar 2018-2019, 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022
- Bæjarráð 2018-2019, 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022
- Fræðslu- og lýðheilsuráð frá ársbyrjun 2022 - varaformaður
- Stjórn Akureyrarstofu – formaður - til ársloka 2021
- Listasafnsráð
- Starfshópur um listnám
- Þróunarleiðtogi jafnréttismála bæjarráðs
- Þróunarleiðtogi jafnréttismála fræðslu- og lýðheilsuráðs frá 7. febrúar 2022
- Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - varafulltrúi í stjórn 3. september til ársloka 2019
- Eyþing, samtök sv.fél. í Eyjaf. og Þing. – fulltrúi á aðalfundum til ársloka 2019
- Eyþing, samtök sv.fél. í Eyjaf. og Þing. - formaður stjórnar til ársloka 2019
- Eyþing - formaður fulltrúaráðs til ársloka 2019
- Norðurorka ehf. - varafulltrúi í stjórn 2019-2020
- Samband íslenskra sveitarfélaga - fulltrúi á landsþingum
- Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - formaður stjórnar frá ársbyrjun 2020
- Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - aðalfulltrúi á ársþingum frá 2. júní 2020
- Stjórnstöð ferðamála - varafulltrúi í stjórn
Nefndir, ráð og stjórnir 2022-2026
- Bæjarstjórn
- Bæjarráð
- Skipulagsráð
- Stjórn samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, varaformaður
- Norðurorka, ritari stjórnar
- Stjórn Markaðsstofu Norðurlands
- Verkefnisráð Blöndulínu 3
- Þróunarleiðtogi jafnréttismála bæjarráðs
- Samband íslenskra sveitarfélaga, fulltrúi á landsþingum
- Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, aðalfulltrúi á ársþingum
- Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður úthlutunarnefndar