L-listinn
andri@akureyri.is
Andri er fæddur á Akureyri 24. desember 1966. Hann varð stúdent frá MA 1986 og lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1990. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Stanford-háskóla í Kaliforníu 1991.
Andri hefur fjölþætta starfsreynslu, hefur meðal annars unnið sem sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu og við rekstrar- og stjórnunarráðgjöf og sem framkvæmdastjóri í fjármála- og orkugeiranum. Andri hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja þar á meðal hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Norðlenska matborðinu, Marel, Vaðlaheiðargöngum, T-Plús, Bústólpa og Opnum kerfum. Andri hefur undanfarin átta ár verið framkvæmdastjóri Fallorku á Akureyri.
Andri hefur tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi og meðal annars setið í stjórn Fimleikafélags Akureyrar og Skíðafélags Akureyrar. Andri hefur frá 2017 verið formaður skólanefndar MA. Helstu áhugamál Andra eru skíðaganga, utanvegahlaup og stangveiði.
Eiginkona Andra er Auður Hörn Freysdóttir lögmaður og eiga þau sex börn, það eru Eir f. 1996, Iðunn og Urður f. 1998, Óðinn f. 2003 og Askur Freyr og Ás Teitur f. 2005.
Nefndir, ráð og stjórnir 2018-2022