Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir tilboði í Lynx Yeti 69 snjósleða, árgerð 2015, ekinn tæplega 21.400 km. Snjósleðinn hefur eingöngu verið notaður í fjalllendi og sér töluvert á honum.
Það er nýtt áklæði á sæti, ný bensínsía, ný lega á driföxli innan við bremsur, nýtt í bremsum og fylgir honum auka reim.
Það er góð skúffa aftan á sleðanum og grind þannig að hann hentar vel til flutninga á dóti og á honum eru vökvabremsur, sem virka þannig að tveir armar eru undir stigbrettum sem ganga niður í snjóinn. Sleðinn hentar því vel til ýmiskonar vinnu í brattlendi.
Nánari upplýsingar um snjósleðann eru gefnar í gegnum netfangið: brynjar.helgi@hlidarfjall.is
Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið umsarekstur@akureyri.is fyrir kl. 13:00 miðvikudaginn 9. febrúar 2022.