Tryggvabraut og Hvannavellir – endurgerð

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Vegagerðarinnar, Norðurorku, Mílu og Tengis, óskar eftir tilboðum í endurbætur og breytingar, lagningu fráveitu-, hitaveitu- og vatnslagna og lagningu á rafstrengjum og fjarskiptalögnum í götur og gangstéttar í Tryggvabraut milli Glerárgötu og Hvannavalla og Hvannavelli frá Glerárgötu að Tryggvabraut. Einnig er um að ræða nýtt hringtorg á gatnamótum Tryggvabrautar og Hvannavalla.


Helstu magntölur eru:
Jarðvegsskipti: 3.000m³
Malbikun: 11.000m²
Fráveitulagnir: 700m
Hita- og kaldavatnslagnir: 700m
Raflagnir: 2.000m

Verkið er áfangaskipt. Framkvæmdum við Tryggvabraut og hringtorg skal vera lokið fyrir 1. júlí 2022 og verkinu skal vera að fullu lokið 2. september 2022.


Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá 16. desember 2021.
Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins.


Tilboðum skal skila á útboðsvef Akureyrarbæjar, eigi síðar en miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl. 13:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.