Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrabæjar óskar eftir umsóknum arkitekta/teiknistofa um þátttöku í forvali fyrir boðskeppni vegna viðbyggingar við Ráðhúsið á Akureyri, endurbætur á hluta núverandi húss og endurhönnun á lóð og aðkomu Ráðhússins.
Forvalið nefnist:
Ráðhús viðbygging og endurbætur
hönnunarsamkeppni – forval
Um er að ræða opið forval þar sem valin verða 4 hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppni á grundvelli hæfni og fyrri reynslu.
Forvalsgögn eru aðgengileg og verða afhent á rafræna útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með mánudeginum 1. mars 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt á útboðsvefnum þriðjudaginn 30. mars 2021.
Um er að ræða viðbyggingu sem hýsi meðal annars skrifstofur sviða Akureyrarbæjar, fundarrými, mötuneyti, móttöku og önnur rými sem þarf fyrir starfsemina. Einnig þarf að endurskoða innra skipulag Ráðhússins og tengja það við viðbygginguna ásamt endurhönnun á lóð.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í forvalinu.
Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES-svæðinu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is