Útboð á nýjum veghefli fyrir umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboði í kaup á nýjum veghefli fyrir hönd Umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með föstudeginum 29. nóvember 2024.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en 16. desember 2024 kl. 11:00.