Útboð á framkvæmdum við nýbyggingu vélageymslu í Hlíðarfjalli
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í nýja vélageymslu í Hlíðarfjalli. Um er að ræða fullbúið og uppsett stálgrindarhús með klæðningu, hurðum og gluggum ásamt uppsettum hlaupaketti. Sökklar og undirstöður eru ekki hluti þessa útboðs. Verklok eru 1. nóvember 2023.
Útboð á framkvæmdum við nýbyggingu og endurnýjun íbúða við Hafnarstræti 16
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í nýbyggingu og fullnaðar frágang tveggja íbúða og endurbyggingu tveggja samliggjandi húsa við Hafnarstræti 16 á Akureyri. Um er að ræða 6 íbúða kjarna ásamt tengibyggingu. Verklok eru 30. september 2024.
Útboð á reglubundnu eftirliti með brunaviðvörunarkerfum
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í reglubundið eftirlit á brunaviðvörunarkerfum, neyðar- og flóttaleiðalýsinga í stofnunum Akureyrarbæjar fyrir árin 2023 - 2024.
Útboð á hönnun og byggingu lítilla einbýlishúsa við Sandgerðisbót
Verkið felst í hönnun, smíði, flutningi á verkstað, niðursetningu, tengingum og öllum frágangi á lóð og nærumhverfi á 2 litlum einbýlishúsum við Dvergaholt 2 á Akureyri (áður Sandgerðisbót) samkvæmt útboðsgögnum.