Útboð á göngu- og hjólabrú yfir Glerá

Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, stígagerð fyrir aðliggjandi stofnstígstengingu frá Skarðshlíð og að Borgarbraut ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 29. maí 2024.

Bjóðendum er boðið til kynningarfundar í Ráðhúsi Akureyrarbæjar 4. hæð þann 4. júní 2024 kl. 14:00

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil.

Gögnin eru aðgengileg sjálfvirkt inn á þjónustugátt Akureyrarbæjar eftir að búið er að sækja um þau og eru þess vegna ekki send til bjóðanda sérstaklega.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þann 5. júlí 2024 kl. 11:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.