Akureyrarbær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Hofsbót 2 í miðbæ Akureyrar.
Lóðin er 494,4 m² að stærð og samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir byggingu fjögurra hæða húss með heildarbyggingarmagni upp á 1.483.2 m².
Gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á neðstu hæð og þjónustu og íbúðum á efri hæðum.
Í gildi er deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar sem tók gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda 22. júlí 2014, auglýsing nr. 699/2014.
Bæjarstjórn hefur nýlega samþykkt breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins (mynd) en sú breyting hefur ekki áhrif á skipulagsákvæði lóðarinnar heldur eingöngu til svæða utan hennar.
Á lóðinni eru í dag tvö hús auk strætóskýlis og mun Akureyrarbær sjá um að fjarlægja mannvirkin auk annarra lausamuna fyrir 1. október 2021 og verður lóðin byggingarhæf frá þeirri dagsetningu
Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12:00 þann 5. júlí 2021 og verða tilboðin opnuð á bæjarskrifstofum Akureyrarbæjar kl. 14 sama dag og skilafrestur er að viðstöddum þeim tilboðsgjöfum sem þess óska.