Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Akureyrarbæjar og Norðurorku, óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Móahverfi, 1. áfanga.
Móahverfi er nýtt íbúðahverfi á Akureyri sem er staðsett suðvestan Borgarbrautar og norðvestan núverandi íbúðarbyggðar í Giljahverfi og suðvestan við Síðuhverfi. Skipulagssvæðið er um 45 ha og afmarkast svæðið af lóðarmörkum við Urðargil, Vestursíðu og Borgarsíðu í austri, framhaldi af Síðubraut í norðvestri og af 100 m hæðarlínu í suðvestri. Móahverfi er skipulagt með blöndu af fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum.
Gildandi deiliskipulagsuppdrátt fyrir Móahverfi má nálgast á vefsíðu Skipulagsstofnunar Deiliskipulag Móahverfi
Þær götur sem tilheyra 1. áfanga eru Síðubraut, Langimói, Lyngmói (a-mói), Lautarmói (b-mói), Holtamói (c-mói), Höfðamói (d-mói), Heiðarmói (e-mói), Háimói (f-mói), Hagamói (g-mói), Hlíðarmói (h-mói), Hrísmói (i-mói) og Lækjarmói (u-mói) skv. gildandi deiliskipulagi.
1. áfangi verksins inniheldur því u.þ.b. 3 km af götum og gangstéttum, um 2 km af göngustígum og tilheyrandi fráveitu- og neysluvatnslagnir, ásamt lögnum fyrir hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir. Nákvæmar magntölur verksins munu koma fram í útboðsgögnum.
Dagsetningar útboðsferlisins eru eftirfarandi:
Forauglýsing birt á evrópska efnahagssvæðinu (TED): 17. mars 2023
Útboðsgögn aðgengileg á rafrænum útboðsvef Akureyrarbæjar: 14. júní 2023
Opnun tilboða: 3. júlí 2023, kl 11:00
Upphaf framkvæmdatíma: Við töku tilboðs
Lok framkvæmdatíma:
1. verkhluti, 1. maí 2024
2. verkhluti, 1. ágúst 2024
3. verkhluti, 1. maí 2025
Opnun tilboða fer fram rafrænt
Vinsamlegast athugið að til geta skoðað útboðsgögn sem þið hafið óskað eftir og einnig til að ljúka við að senda inn tilboð þarf að fara inn á eldri útgáfu af Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Slóðin á hana er: https://thjonustugatt.akureyri.is/