Oddeyrarskóli - smíðastofa

Málsnúmer 2024120333

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 64. fundur - 11.12.2024

Fjallað var um ályktun skólaráðs Oddeyrarskóla til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna smíðastofunnar.

Anna Bergrós Arnarsdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna,

Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Nauðsynlegt er að fá áframhaldandi afnot af húsnæði Oddeyrarskóla fyrir leikskóladeild skólaárið 2025-2026. Samhliða því verður fundin viðunandi lausn fyrir smíðakennslu og mötuneytismál það skólaár. Sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs er falið að vinna málið áfram.