Erindi frá Norðurorku vegna Arctic Hydro

Málsnúmer 2024120084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3873. fundur - 12.12.2024

Lagt fram erindi dagsett 29. nóvember 2024 þar sem Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku óskar eftir afstöðu bæjarráðs til erindis frá Arctic Hydro til stjórnar Norðurorku varðandi formlegar, óskuldbindandi viðræður um möguleika á samstarfi Arctic Hydro og Fallorku ehf. Stjórn Norðurorku fjallaði um málið 29. nóvember sl. og samþykkti að óska eftir afstöðu eiganda og í framhaldinu fara í frekari greiningarvinnu ef tilefni er til.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð er einhuga um að virkjanir Fallorku verði áfram að fullu í eigu fyrirtækisins og mikilvægt sé að farið verði í stefnumótun um framtíð virkjanamála hjá Fallorku.