Gámasvæði í Grímsey

Málsnúmer 2024100985

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 172. fundur - 05.11.2024

Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 3. lið fundargerðar hverfisráðs Grímseyjar frá 5. október 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Óskað er eftir því að plan undir ruslasvæði verði steypt. Hingað til hefur verið þar malarplan og er þ.a.l. drullusvað mestan hluta árs. Þessi ósk hefur komið fram áður, m.a. í fundargerð 40. fundar 14. febrúar 2023. Og aftur í fundargerð 45. fundar 19. febrúar 2024.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Grímseyjar.