Ljósastaurar og stikur í Grímsey

Málsnúmer 2024100964

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 172. fundur - 05.11.2024

Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 2. lið fundargerðar hverfisráðs Grímseyjar frá 5. október 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Óskað er eftir ljósastaurum frá byggðinni að Básum þar sem ferðamenn koma í auknum mæli einnig yfir vetrartímann. Einnig væri gott að fá ljósastaura suður að vitanum. Einnig var bent á að það mætti setja stikur á sömu leið. Þessi beiðni var einnig í fundargerð 45.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Grímseyjar.