Vegagerð í Grímsey

Málsnúmer 2024100950

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 172. fundur - 05.11.2024

Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 1. lið fundargerðar hverfisráðs Grímseyjar frá 5. október 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Vegamál liggja þungt á heimamönnum, það þarf að gera göturnar góðar ekki bara holufylla öðru hverju. Það var sett bundið slitlag 1994 og aftur 2014 en þá var það ekki klárað almennilega, því það mátti bara setja á ákveðið marga kílómetra. Einnig var bent á að lestin sem er mjög vinsæl hjá ferðamönnum er í vandræðum með að keyra á götunum eins og ástandið er á þeim. Einnig þyrfti að setja dren á nokkrum stöðum, það virkar mjög vel þar sem dren voru sett í fyrra vetur.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að svara hverfisráði Grímseyjar.