Sumarvinna með stuðningi

Málsnúmer 2024100909

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 10. fundur - 29.10.2024

Sumarvinna með stuðningi -kynning á starfsemi nýliðins sumars. Orri Stefánsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Sumarvinna með stuðningi var í boði í 5 vikur, 175 klst í heildina. 18 umsóknir sem er minna en var sl. ár. Allir umsækjendur fengu vinnu. 10 starfstöðvar sem þau fóru á. Störfin bæði innan og utan Akureyrarbæjar. Gekk almennt vel.

Vinnurós var starfrækt, 14 börn sem nýttu það úrræði, 14 og 15 ára unglingar. Betur mannað en árin á undan. Verkefnaval flókið, hópurinn með mismunandi þarfir.