Álfaholt - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024100183

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Einar Sigþórsson fh. skipulagsfulltrúa óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Álfaholt 2, 4-6 og 12-14. Breytingin er gerð til að aðlaga lóðirnar betur að aðstæðum.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.