Rangárvellir - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024100025

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 1. október 2024 þar sem að Stefán H. Steindórsson fh. Norðurorku hf. óskar eftir að fá leyfi til þess að nota óskipulagt svæði sunnan Rangárvalla 1 sem geymslusvæði fyrir jarðefni.
Að mati skipulagsráðs er þessi staðsetning geymslusvæðis ekki heppileg til lengri tíma litið og felur skipulagsfulltrúa að hefja samtal við umhverfis- og mannvirkjasvið og Norðurorku um hvort að finna megi betra svæði til þessara nota. Skipulagsráð gerir þó ekki athugasemd við að gerður verði samningur við Norðurorku um tímabundna notkun svæðis við Rangárvelli til tólf mánaða. Gert er ráð fyrir að Norðurorka gangi frá svæðinu til samræmis við gildandi skipulag að lokinni notkun.