Íþróttafélagið Þór - endurnýjun á stigatöflu og skotklukku í Íþróttahúsi Glerárskóla

Málsnúmer 2024091518

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 60. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 24. september 2024 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað var eftir endurnýjun á stigatöflu og skotklukku í Íþróttahúsi Glerárskóla.


Helga Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð telur mikilvægt að búnaðurinn verði endurnýjaður sem fyrst og vísar málinu til búnaðarkaupasjóðs UMSA. Forstöðumanni íþróttamála er falið að fylgja málinu eftir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 175. fundur - 17.12.2024

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2024:

Erindi dagsett 24. september 2024 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað var eftir endurnýjun á stigatöflu og skotklukku í Íþróttahúsi Glerárskóla.

Helga Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð telur mikilvægt að búnaðurinn verði endurnýjaður sem fyrst og vísar málinu til búnaðarkaupasjóðs UMSA. Forstöðumanni íþróttamála er falið að fylgja málinu eftir.


Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupa nýja stigatöflu/skotklukku í Íþróttahús Glerárskóla að upphæð kr. 4,5 milljónir og verði það tekið af Búnaðarkaupasjóði UMSA á árinu 2024.