Slökkvilið Akureyrar - beiðni um launað námsleyfi fyrir starfsmenn

Málsnúmer 2024091342

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3864. fundur - 03.10.2024

Kynnt erindi Gunnars Rúnars Ólafssonar slökkviliðsstjóra dagsett 27. september 2024 um að fjórum starfsmönnum slökkviliðsins verði veitt launað námsleyfi til menntunar í bráðatækni.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið
Bæjarráð samþykkir beiðni um heimild til að veita fjórum starfsmönnum SA allt að 13 vikna launað námsleyfi vegna náms í bráðatækni. Greidd eru dagvinnulaun og vaktaálag í samræmi við launaáætlun vegna 100% starfs á námstíma.