Greið leið ehf - hlutafjáraukning 2024

Málsnúmer 2024061592

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3854. fundur - 27.06.2024

Erindi dagsett 19. júní 2024 frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu kemur fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að nýta sér að hluta nýfengna heimild aðalfundar til þess að auka hlutafé félagsins en fyrirhugað er að hækka hlutafé félagsins um 2 milljónir kr. á genginu 1 til þess að fjármagna áfallinn rekstrarkostnað á þessu ári sem og áætlaðan rekstrarkostnað á næsta ári.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær sem hluthafi skrái sig fyrir auknu hlutafé að upphæð kr. 996.617 í samræmi við eignarhlut sinn í félaginu.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.