Sundfélagið Óðinn - ósk um kaup á tímatöflu í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2024061237

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 55. fundur - 24.06.2024

Erindi frá Jóni Valgeiri Halldórsssyni varaformanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað var eftir kaupum á tímatöflu fyrir mótahald í Sundlaug Akureyrar.

Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir að búnaðarsjóður UMSA kaupi klukku í samræmi við óskir Óðins. Málinu vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.