Sundfélagið Óðinn - beiðni um aukin aðgang að Glerárlaug vegna framkvæmda í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2024061149

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 55. fundur - 24.06.2024

Fjallað var um erindi frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað var eftir fleiri tímum til æfinga í Glerárlaug næsta vetur vegna framkvæmda við innilaug Sundlaugar Akureyrar.

Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur Gísla Rúnari Gylfasyni forstöðumanni sundlauga Akureyrar að vinna málið áfram og koma til móts við óskir sundfélagsins eins og aðstæður í Glerárlaug leyfa.