Þingvallastræti 36 - umsókn um byggingarleyfi - niðurrif

Málsnúmer 2024060217

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 979. fundur - 08.08.2024

Erindi dagsett 4. júní 2024 þar sem Sigurður Halldórsson sækir um niðurrif á húsi nr. 36 við Þingvallastræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga. Skilyrt er að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framkvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.