Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs

Málsnúmer 2024051857

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3547. fundur - 04.06.2024

Lögð fram tillaga að sameiginlegri yfirlýsingu bæjarstjórnar vegna stríðsátaka og ofbeldis gegn almennum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Gunnar Már Gunnarsson var málshefjandi.

Til máls tóku Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir svofellda ályktun með 10 atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir árásir gegn almennum borgurum á Gaza og önnur ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, með tilheyrandi þjáningu og eyðileggingu borgaralegra innviða. Bæjarstjórn tekur undir með ályktun utanríkismálanefndar Alþingis, að kalla eigi eftir tafarlausu vopnahléi á átökum á svæðinu af mannúðarástæðum, kalla eftir mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að sveitarfélög og ríkisstofnanir gangi fram með góðu fordæmi, m.a. þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu. Sjálfsagt sé að gera þá kröfu til fyrirtækja sem Akureyrarbær á í viðskiptum við að þau virði alþjóðalög í hvívetna.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá.