Minni framkvæmdir í bæjarlandinu - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024051370

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Lagt fram erindi dagsett 24. maí 2024 þar sem Jónas Valdimarsson, fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna ýmissa minni framkvæmda í bæjarlandinu á eftirfarandi stöðum sem aðallega varða gerð nýrra gangbrauta og gangstíga:

A- Austursíða

B- Bæjarsíða

C- Furuvellir

D- Gránufélagsgata

E- Laufásgata

F- Davíðshagi

G- Valagil

H- Krossanesbraut

I- Skógarlundur
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir öllum tilgreindum framkvæmdum. Forsenda leyfisveitingar fyrir staði A og E er að gerð verði breyting á deiliskipulagi. Að mati ráðsins eru þær breytingar óverulegar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og eru hér samþykktar með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum lóða sem liggja upp að framkvæmdasvæði.

Stígur sem tengir Vesturgil og Valagil þarf að grenndarkynna fyrir lóðarhafa Valagils 20.