Langimói 9 og 11 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024051297

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Erindi dagsett 23. maí 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Trétaks hf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem nær til lóðarinnar Langamói 9-11. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að hámarksfjölda íbúða verði fjölgað úr 6 í 7 í hvoru húsi fyrir sig.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu og telur ekki nægilegar forsendur fyrir því að fjölga íbúðum miðað við fyrirliggjandi gögn.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Sif Jóhannesar Ástudóttir greiðir atkvæði á móti.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Þykir miður að ekki sé tekið jákvætt í þetta erindi eða beðið um frekari gögn. Hér er verið að biðja um óverulega breytingu á skipulagi og ekki stækkun á byggingarreit heldur litla fjölgun á íbúðum sem flokkast þá undir skilmála hlutdeildarlána, sem er jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn og ungt fólk sem er að reyna að komast inn á húsnæðismarkaðinn.