Erindi vegna heiti á leikskólanum Hulduheimum

Málsnúmer 2024041110

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 51. fundur - 29.04.2024

Erindi dagsett 19. apríl 2024 frá Snjólaugu Brjánsdóttur skólastjóra Hulduheima vegna heitis á leikskólanum. Beiðnin felst í að taka aftur upp heitin Holtakot og Síðusel í staðinn fyrir heitin Hulduheimar - Kot og Hulduheimar - Sel.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir umbeðna beiðni Snjólaugar Brjánsdóttur skólastjóra Hulduheima.