Sértækt félagsmiðstöðvastarf fyrir félagslega einangruð og fötluð börn

Málsnúmer 2024041001

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 51. fundur - 29.04.2024

Lagt fram minnisblað um samstarfsverkni félagslegrar liðveislu og FÉLAK um sértækt félagsmiðstöðvastarf fyrir félagslega einangruð og fötluð börn.

Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála, Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu og Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar kynntum hugmyndum og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.