Bjarmahlíð - styrkbeiðni til reksturs

Málsnúmer 2024040180

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Lagt fram erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri og stjórnarformaður Bjarmahlíðar óskar eftir styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af fimm ára starfsafmæli samtakanna.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Bjarmahlíð um 1,5 milljón kr. í tilefni af starfsafmælinu.

Velferðarráð - 1395. fundur - 27.11.2024

Lagt fram erindi frá Páleyju Borgþórsdóttur fyrir hönd Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá Akureyrarbæ til reksturs miðstöðvarinnar árið 2025.
Velferðarráð samþykkir beiðni Páleyjar Borgþórsdóttur sem barst fyrir hönd Bjarmahlíðar um styrk fyrir árið 2025 upp á 2 milljónir til reksturs úrræðisins og hvetur önnur sveitarfélög á svæðinu að gera slíkt hið sama.