Hlíðarfjall - stækkun á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024021058

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Erindi dagsett 20. febrúar 2024 þar sem Ómar Ívarson f.h. Hlíðarfjalls/Skíðastaða sækir um að stækka deiliskipulagssvæði Hlíðarfjalls til að koma fyrir fyrstu sleðabraut á Íslandi.

Sleðabrautin stendur á pilum ca. 30 cm fyrir ofan jarðyfirborðið og er þetta því afturkræf framkvæmd án verulegs rasks á náttúrunni.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að útfæra tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði Hlíðarfjalls í samráði við skipulagsfulltrúa.