Miðbær - umsóknir um langtímaleyfi söluvagna

Málsnúmer 2024020432

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Umsóknarfrestur um langtímaleyfi söluvagna fyrir árið 2024 rann út þann 25. janúar sl. 4 umsóknir bárust um þau þrjú langtímaleigustæði sem auglýst voru laus til úthlutunar.
Skipulagsráð samþykkir eftirfarandi úthlutun langtímaleyfa:


- Thomas Piotr ehf., langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn í Hafnarstræti.

- MF ehf. (Moe´s), langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn við Ráðhústorg.

- Karin Spanjol, langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn í Hafnarstræti.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.