Knattspyrnufélag Akureyrar - endurnýjun vinnutækja á íþróttasvæði KA

Málsnúmer 2024011530

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði KA samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 156. fundur - 20.02.2024

Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:

Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði KA samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka kr. 6 milljónir vegna kaupa á fjórhjóli af búnaðarsjóði UMSA. Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að kanna möguleikann á því að tækið gangi fyrir umhverfisvænum orkugjöfum og kynni það fyrir ráðinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 160. fundur - 23.04.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 19. apríl 2024 varðandi kaup á tæki til þess að sinna viðhaldi á gervigrasi.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að keypt verði tæki að upphæð kr. 6 milljónir og færð á búnaðarsjóð UMSA og greidd af því leiga af fræðslu- og lýðheilsusviði.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ingimar Eydal B-lista óska bókað:

Í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar hefði verið heppilegra að umrædd vinnutæki hefðu verið knúin áfram af umhverfisvænum orkugjöfum.


Ólafur Kjartansson leggur fram þessa bókun:

Minnt er á samþykkta stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis og loftslagsmálum þar sem skýrt er tekið fram að hætta skuli notkun jarðefnaeldsneytis hjá Akureyrarbæ.

Að velja ný tæki sem brenna bensíni án þess að sýna fram á með gögnum að það sé óhjákvæmilegt tel ég ekki ásættanlegt.