Umsóknir um tækifærisleyfi 2024

Málsnúmer 2024010249

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3874. fundur - 19.12.2024

Lagt fram erindi dagsett 17. desember 2024 þar sem sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um umsókn um lengri afgreiðslutíma á Götubarnum aðfaranætur 23. desember og 27. desember.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn til sýslumannsins á Norðurlandi eystra með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og B. kafla reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna umsóknar Götubarsins ehf. um lengri afgreiðslutíma aðfaranætur 23. desember og 27. desember nk., til kl. 03.00. Ákvörðun þessi hefur jafnframt áhrif á aðra rekstraraðila veitingastaða í flokki III, ef óskað er lengri opnunartíma til sýslumanns, með vísan til jafnræðisreglu.