Hrísey - skipulag hafnar- og miðsvæðis

Málsnúmer 2023120877

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 172. fundur - 05.11.2024

Bæjarráð hefur á fundi sínum 14. desember 2023 vísað 3. lið fundargerðar hverfisráðs Hríseyjar frá 7. desember 2023 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Ítrekað að fara þurfi í samþykkt skipulag hafnar- og miðsvæðis eyjarinnar og að koma þeim framkvæmdum inn á framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar. Óskar hverfisráð Hríseyjar eftir að umhverfis- og mannvirkjaráð taki málið fyrir við undirbúning fjárhagsáætlunar 2025.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur honum að uppfæra kostnaðarmat deiliskipulagsins og leggja fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.