Viðauki vegna stuðnings- og stoðþjónustu

Málsnúmer 2023090453

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1372. fundur - 13.09.2023

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun stuðningsþjónustu og stoðþjónustu um upphæð kr. 29.428.000 vegna ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1373. fundur - 27.09.2023

Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun stuðningsþjónustu og stoðþjónustu um kr. 29.428.000 vegna ársins 2023.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðaráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 27. september 2023:

Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun stuðningsþjónustu og stoðþjónustu um kr. 29.428.000 vegna ársins 2023.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðaráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram svofellda tillögu:

Að fjársýslusviði verði falið, ásamt sviðsstjóra velferðarsviðs, að greina þann kostnaðarauka sem hefur orðið á stuðningsþjónustunni á árinu og leggja fyrir bæjarráð.
Greidd voru atkvæði um tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur sem var samþykkt samhljóða.


Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað:

Stuðningsþjónustan hefur verið umtalsvert yfir fjárhagsáætlun á árinu. Ég velti því fyrir mér hvort sveitarfélagið sé að taka á sig auknar byrðar vegna myglu á Hlíð og að sinna þjónustu sem ætti að vera á höndum ríkisins eða tilkomin vegna einstaklinga sem annars hefðu átt að fá þjónustu á hjúkrunarheimili. Ég hef sent fyrirspurn vegna þessa oftar en einu sinni á árinu og fengið þau svör að talið sé að hluti af kostnaðaraukanum sé vegna plássleysis á Hlíð. Ég tel því eðlilegt að í gangi ætti að vera samtal milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytis um kostnaðarskiptingu á þeirri auknu þjónustu sem Akureyrarbær veitir meðan á viðgerðum stendur á Hlíð. Í framhaldinu þarf að skoða vel kostnaðarskiptingu almennt á þjónustu við aldrað fólk þar sem æ fleiri kjósa að búa lengur heima. Eðlilega þýðir það aukna kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna við málaflokk aldraðra þar sem sú þjónusta fer ekki alfarið fram hjá heimahjúkrun.