Íbúaapp Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023090105

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3818. fundur - 07.09.2023

Farið yfir stöðu og næstu skref varðandi íbúaapp Akureyrarbæjar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Anna Karen Kristinsdóttir verkefnastjóri stafrænnar þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar þeim góðu viðtökum sem íbúappið hefur fengið. Búið er að skilgreina meginmarkmið fyrir annan áfanga og á þeim grunni stendur til að þróa nýja virkni eftir hugmyndasöfnun meðal íbúa. Mikilvægt er að samhliða þeirri vinnu verði lögð áhersla á að kynna núverandi möguleika í appinu, svo sem ábendingagátt og rafrænt gámakort.