Austurvegur 36 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023080187

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Lögð fram tillaga GrimWorks ehf. teiknistofu að breytingu að deiliskipulagi fyrir Austurveg 36 í Hrísey.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:

- Stærð lóðar verði skilgreind 1166 m².

- Byggingarreitur fyrir íbúðarhús verði 169 m² og geymsluskúr 30 m².

- Heimilt verði að reisa viðbyggingu á þremur hæðum við núverandi íbúðarhús.

- Nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,19.


Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Austurvegi 43, 45 og 49.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.