Umsækjendur um alþjóðlega vernd - samningur

Málsnúmer 2023060499

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1370. fundur - 14.06.2023

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Vinnumálastofnun um móttöku á flóttafólks sem er að sækja um alþjóðlega vernd.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Málinu er frestað og velferðarráð felur forstöðumanni félagsþjónustunnar að vinna málið áfram.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista, Tanja Hlín Þorgeirsdóttir B- lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista óska bókað: Afar mikilvægt er að tryggja umsækjendum viðunandi samgöngur til þess að sækja alla nauðsynlega þjónustu sem þau þurfa á að halda.