Ársreikningar aðildarfélaga ÍBA með rekstrarsamning við Akureyrarbæ

Málsnúmer 2023060136

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 33. fundur - 05.06.2023

Í rekstrarsamningum Akureyrarbæjar við aðildarfélög ÍBA er kveðið á um að upplýsingar um rekstur félaganna skuli lagðar fram til kynningar fyrir ráðið. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála leggur ársreikninga Golfklúbbs Akureyrar, Íþróttafélagsins Þórs, Knattspyrnufélags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar fyrir árið 2022 fram til kynningar.

Áheyrnarfulltrúi: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.
Lagt fram til kynningar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 51. fundur - 29.04.2024

Ársreikningur ÍBA fyrir árið 2023 var lagður fram og kynntur, en ársreikningurinn var samþykktur á 66. ársþingi ÍBA 16. apríl sl.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 54. fundur - 10.06.2024

Í rekstrarsamningum Akureyrarbæjar við aðildarfélög ÍBA er kveðið á um að upplýsingar um rekstur félaganna skuli lagðar fram til kynningar fyrir ráðið.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar ársreikninga Golfklúbbs Akureyrar, Íþróttafélagsins Þórs, Knattspyrnufélags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar, Hestamannafélagsins Léttis og Siglingarklúbbsins Nökkva fyrir árið 2023.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.