Lög fram drög að þriggja ára samningi við skátafélagið um aðkomu þess að hátíðarhöldum Akureyrarbæjar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Helstu verkþættir eru skrúðganga, fánahylling, skátatívolí og önnur afþreying og skemmtun sem sérstaklega er ætluð börnum. Gert er ráð fyrir að félagið fái greitt kr. 1.080 þús. á árinu 2023, 1.120 þús. á árinu 2024 og 1.140 þús. á árinu 2025, vegna þeirra þátttöku í hátíðarhöldunum.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.