Baldursnes 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050299

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 402. fundur - 10.05.2023

Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Baldursness 5 byggingarvers ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5 við Baldursnes.

Sótt er um stækkun lóðarinnar um 238 m² og stækkun byggingarreits um 2 m til vesturs.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Óðinsnesi 2 auk þess sem leita skal umsagna Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.